4 x 5 manna sumarbústaðir (2 svefnherbergi; annað með hjónarúmi hitt með koju). Heitur pottur við hvern bústað. Svefnpokagisting fyrir 24 manns í sérhúsi með eldunaraðstöðu. Matsalur fyrir 40 manns og rúmgóð setustofa, þar að auki stór salur til leigu á sumrin, tilvalið fyrir ættarmót. Tjaldsvæði með snyrtiaðstöðu. Einnig þvottaaðstaða.
Hestaleiga, góðar reiðleiðir, m.a. á Löngufjörur. Skemmtilegar gönguleiðir t.d. á eldgíginn Eldborg – gott útsýni.
Snorrastaðir eru 1 km frá vegi 54.
Opið: Allt árið.
Búskapur: Hestar, kýr, kindur og hundur.
Næsta þéttbýli/golf/sundlaug: Borgarnes 38 km.
Gestgjafar
Branddís Hauksdóttir, Kristján Á. Magnússon